The Referendum on saturday April 9 2011

English (United Kingdom)Icelandic(IS)
dansarar.jpg
 
 
You are here: Background Landsbanki Íslands hf. and Icesave
 
 
E-mail Print

Staða 2016

Engar breytingar voru í uppfærðri greinargerð og því er hér eingöngu birt upphafleg greinargerð.

3.1.5 Staða 2016

Samhliða endurgreiðslusamningunum skuldbindur ríkið sig til að greiða eftirstöðvarnar, eins og þær standa 30. júní 2016, eftir að fjármunum úr búi Landsbankans hefur verið varið til að lækka þær eins mikið og eignir hans rísa undir. Frá þeim degi ábyrgjast stjórnvöld að Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta greiði það sem upp á vantar að eftirstöðvar endurgreiðslufjárhæðarinnar verði að fullu greiddar. Ábyrgð ríkisins er með þessum hætti takmörkuð eins og kostur er og að frátöldum vaxtagreiðslunum eingöngu bundin við þann hluta sem ekki verður innheimtur úr búi bankans þegar ætla má að úthlutun verði að stærstum hluta lokið. Samkvæmt framangreindu mun tryggingarsjóðurinn endurheimta 8 milljarða kr. umfram höfuðstól endurgreiðslufjárhæðanna og því mun ríkið ekki þurfa að ábyrgjast neinar eftirstöðvar árið 2016.