Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl 2011

English (United Kingdom)Icelandic(IS)
maedgin.jpg
 
 
You are here: Bakgrunnur Landsbanki Íslands hf. og Icesave
 
 
Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Tryggingarsjóðurinn á einungis fjármuni sem svara til lítils hluta af innstæðutryggingum vegna Icesave-reikninganna

Eftir að lög um Icesave voru afgreidd á Alþingi birti skilanefnd Landsbankans nýtt mat á endurheimtum úr búi bankans 2. mars 2011. Samninganefndin hefur því lagt nýtt mat á áhrif þess á skuldbindingar ríkissjóðs og fellt það inn í texta greinargerðarinnar.

Hér eru birtir kaflar úr uppfærðri greinargerð samninganefndarinnar og sömu kaflar úr upphaflegri greinargerð til laganna.  Allar uppfærslur eru auðkenndar þessum lit.

3.1.4 Vextir (uppfærð greinargerð samninganefndar)

... Á móti þessari fjárhæð koma innstæður í Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta að fjárhæð um 20 milljarðar kr., en miðað er við að fjármálaráðherra leiti eftir heimild í fjáraukalögum til að mæta því er upp á vantar til lúkningar þessari skuldbindingu. Eftir það eru vextir greiddir ársfjórðungslega, eins og áður segir, og lækka að tiltölu eftir því sem endurheimtum úr búi Landsbankans vindur fram.

3.2. Fjárhagslegar skuldbindingar stjórnvalda í tengslum við Icesave.

Að gefnum fyrrgreindum forsendum um greiðslur upp í forgangskröfur úr búi Landsbankans er áætlað að samtals áfallnar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda í júní árið 2016 muni nema um 52 milljörðum kr. Þar af er gert ráð fyrir að 20 milljarðar kr. komi úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta og því falli 32 milljarðar kr. á ríkissjóð sem verða að fullu greiddir á tímabilinu frá janúar 2011 til júní 2016. Áætluð heildarskuldbinding skiptist á eftirfarandi hátt:

a. Fjárhæð til greiðslu hinn 1. janúar 2011
24 milljarðar kr.

b. Samtals vaxtagreiðslur á tímabilinu 2011 til 2016
50 milljarðar kr.

c. Eftirstöðvar skuldbindingar í júní 2016
-22 milljarðar kr.

d.Greiðslur frá tryggingarsjóðnum 1. janúar 2011
-20 milljarðar kr.

e.Heildargreiðslur ríkissjóðs vegna samninganna
32 milljarðar kr.


Ef stuðst er við sömu forsendur og sömu spár um endurheimtur eigna Landsbankans hefðu heildarskuldbindingar ríkissjóðs samkvæmt fyrri samningi numið 145 milljörðum kr. í júní 2016, en vextir hefðu síðan reiknast á þá fjárhæð út endurgreiðslutímann til 2024. Með nýja samningnum hefur áætlaður kostnaður ríkissjóðs því minnkað um 78%. Þar sem fyrirhugað er styttra vaxtatímabil en í fyrri samningi þarf að umreikna vextina og jafna þeim yfir jafnlangt tímabil og í fyrri samningi til að gera þá hæfa til samanburðar. Af þeim útreikningum má sjá að vegið meðaltal vaxta í fyrirliggjandi samningi er 2,56%. Helsti munurinn á fyrirhuguðum samningi og hinum fyrri er dreginn saman í eftirfarandi töflu (allar tölur á verðlagi hvers árs):


Kostnaður ríkissjóðs
Fyrirhugaður samningur Fyrri samningur
Vextir (vegið meðaltal) 2,56% 5,55%
Vextir greiðast frá 30. sept. 2009 1. jan. 2009
Vextir til 1. janúar 2011 (milljarðar kr.) 24 69
Heildargreiðslur á samningstímanum 52 221
Áætlaður heildarkostnaður miðað við júní 2016 (milljarðar kr.) 52 165
Heildarkostnaður ríkissjóðs að frádregnum 20 milljarða kr. eignum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta miðað við júní 2016 (milljarðar kr.) 32 145

 

3.1.4. Vextir (greinargerð með frumvarpi)

... Á móti þessari fjárhæð koma innstæður í Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta að fjárhæð um 20 milljarðar kr., en miðað er við að fjármálaráðherra leiti eftir heimild í fjáraukalögum til að mæta því er upp á vantar til lúkningar þessari skuldbindingu. Eftir það eru vextir greiddir ársfjórðungslega, eins og áður segir, og lækka að tiltölu eftir því sem endurheimtum úr búi Landsbankans vindur fram.

3.2. Fjárhagslegar skuldbindingar stjórnvalda í tengslum við Icesave  (greinargerð með frumvarpi)

Að gefnum fyrrgreindum forsendum um greiðslur upp í forgangskröfur úr búi Landsbankans er áætlað að samtals áfallnar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda í júní árið 2016 muni nema um 67 milljörðum kr. Þar af er gert ráð fyrir að 20 milljarðar kr. komi úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta og því falli 47 milljarðar kr. á ríkissjóð sem verða að fullu greiddir á tímabilinu frá janúar 2011 til júní 2016. Áætluð heildarskuldbinding skiptist á eftirfarandi hátt:

a. Fjárhæð til greiðslu hinn 1. janúar 2011
26 milljarðar kr.

b. Samtals vaxtagreiðslur á tímabilinu 2011 til 2016
50 milljarðar kr.

c.  Eftirstöðvar skuldbindingar í júní 2016
-8 milljarðar kr.

d.  Greiðslur frá tryggingarsjóðnum 1. janúar 2011
-20 milljarðar kr.

e.  Heildargreiðslur ríkissjóðs vegna samninganna
47 milljarðar kr.


Ef stuðst er við sömu forsendur og sömu spár um endurheimtur eigna Landsbankans hefðu heildarskuldbindingar ríkissjóðs samkvæmt fyrri samningi numið 162 milljörðum kr. í júní 2016, en vextir hefðu síðan reiknast á þá fjárhæð út endurgreiðslutímann til 2024. Með nýja samningnum hefur áætlaður kostnaður ríkissjóðs því minnkað um 71%.
Þar sem fyrirhugað er styttra vaxtatímabil en í fyrri samningi þarf að umreikna vextina og jafna þeim yfir jafnlangt tímabil og í fyrri samningi til að gera þá hæfa til samanburðar. Af þeim útreikningum má sjá að vegið meðaltal vaxta í fyrirliggjandi samningi er 2,64%. Helsti munurinn á fyrirhuguðum samningi og hinum fyrri er dreginn saman í eftirfarandi töflu (allar tölur á verðlagi hvers árs):


Kostnaður ríkissjóðs
Fyrirhugaður samningur Fyrri samningur
Vextir (vegið meðaltal) 2,64% 5,55%
Vextir greiðast frá 30. sept. 2009 1. jan. 2009
Vextir til 1. janúar 2011 (milljarðar kr.) 26 75
Heildargreiðslur á samningstímanum 67 238
Áætlaður heildarkostnaður miðað við júní 2016 (milljarðar kr.) 67 182
Heildarkostnaður ríkissjóðs að frádregnum 20 milljarða kr. eignum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta miðað við júní 2016 (milljarðar kr.) 47 162