Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl 2011

English (United Kingdom)Icelandic(IS)
 
 
You are here: Forsíða
 
 
Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Stjórnarskrá - 26. grein

Í  26. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, lögum númer 33/1944, segir að hafi Alþingi samþykkt lagafrumvarp, skuli það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveimur vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Síðan segir að synji forseti lagafrumvarpi staðfestingar, fái það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

Stjórnarskráin í heild sinni