Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl 2011

English (United Kingdom)Icelandic(IS)
maedgin.jpg
 
 
You are here: Fjárhæðir og skilmálar
 
 
Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Endurskoðun samninganna

Engar breytingar voru í uppfærðri greinargerð og því er hér eingöngu birt upphafleg greinargerð.

3.3  Endurskoðunarákvæði og friðhelgisréttindi

Það er grundvallarforsenda samninganna að eignum úr búi Landsbankans verði úthlutað í samræmi við þá forgangsröð innstæðueigenda sem ákveðin var með neyðarlögunum svonefndu, nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl. Hinir efnahagslegu fyrirvarar, sem áður er vikið að, eru ætlaðir sem vörn ef meiri háttar frávik verða frá samningsforsendunum.
Sams konar endurskoðunarákvæði er að finna í hinum nýju samningum og í fyrri samningum og gerir það ráð fyrir að viðræður fari fram við viðsemjendur um áhrif þess á efni samninganna ef reglubundin úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þ.e. IV. greinar úttekt, leiðir í ljós að skuldaþoli Íslands hafi hrakað til muna frá því sem sjóðurinn taldi í nóvember 2008.
Loks eru ákvæði um friðhelgisréttindi íslenska ríkisins með sama hætti og var í viðaukasamningunum frá 19. október 2009. Hið sama á við um réttindi handhafa íslensks ríkisvalds til að kveða á um skipulag nýtingar á náttúruauðlindum og er skipan eignarhalds á þeim tryggt.