Þjóðaratkvæði.is

Velkomin á vefinn Þjóðaratkvæði

Táknmálsþýðing

Alþingi ályktaði 24. maí 2012 að efna til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem ráðið afhenti forseta Alþingis 29. júlí 2011.

Atkvæðagreiðslan fer fram á grundvelli laga nr. 91/2010 um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Með henni verður leitað eftir afstöðu þjóðarinnar til þess hvort Alþingi eigi að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, auk afstöðu til fimm tilgreindra spurninga.

Niðurstöðurnar eru ráðgefandi og eru ekki lagalega bindandi fyrir Alþingi. Atkvæðagreiðslan gefur til kynna vilja kjósenda í málinu við meðferð stjórnarskrárfrumvarps á Alþingi.

Hér á þjóðaratkvæðagreiðsluvefnum er fjallað um

  • hvað kosið verður um í atkvæðagreiðslunni 20. október 2012,
  • hvað ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla felur í sér,
  • hvað gerist að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu,
  • forsögu og hlutverk stjórnlagaráðs.

Þá er tillögum stjórnlagaráðs og texta stjórnarskrár Íslands stillt upp í samliggjandi dálkum á síðunni, sjá hér

Alþingi hefur þrisvar sinnum áður efnt til ráðgefandi atkvæðagreiðslu: árið 1908 um innflutningsbann á áfengi, 1916 um þegnskylduvinnu karlmanna og 1933 um afnám áfengisbanns. Kosningaþátttaka var mest 71,5% árið 1908 en minnst 45,3% árið 1933. Í öllum tilvikum var farið eftir vilja meirihluta þeirra sem greiddu atkvæði.

Lagastofnun Háskóla Íslands var af hálfu skrifstofu Alþingis falin umsjón með texta kynningarefnis.

Hér má sjá tengla á vefi sem innihalda nánari upplýsingar, mismunandi skoðanir á málinu eða eru vettvangur umræðu.

Ítarlegri upplýsingar um tillögur stjórnlagaráðs, athugasemdir við tillögurnar, skýrsla stjórnlaganefndar, viðhorf þjóðfundar 2010, skjöl frá Alþingi og annað ítarefni, sjá hér:

Deildu