undirsida_lomagnupur02.jpg

Framkvæmd atkvæðagreiðslunnar 20. október

 

  • Á kjörseðli eru sex spurningar sem hægt er að svara játandi eða neitandi. Kjósandi hefur val um að svara einni, nokkrum eða öllum spurningunum.

  • Atkvæði telst gilt ef minnst einni spurningu af sex er svarað. Atkvæði skal meta ógilt ef kjörseðill er auður líkt og í alþingiskosningum.

  • Kjörskrár miðast við íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag. Um kosningarrétt og kjörskrá fer á sama hátt og við alþingiskosningar.

  • Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst 25. ágúst.

  • Gera má ráð fyrir að niðurstöður talningar liggi fyrir daginn eftir atkvæðagreiðsluna í einstökum kjördæmum.

  • Landskjörstjórn lýsir yfir endanlegum úrslitum að lokinni yfirferð gerðabóka yfirkjörstjórna og eftir að hafa úrskurðað um mögulega ágreiningsseðla.

Deildu